21.04.1925
Neðri deild: 61. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2496 í B-deild Alþingistíðinda. (1596)

120. mál, lífeyrissjóður embættismanna

Frsm. (Magnús Jónsson):

Jeg þarf ekki að eyða mörgum orðum til þess að mæla með þessu litla frv., sem er flutt af fjhn. í e. hlj. Símastúlkur þykjast búa við hörð kjör að því er snertir gjald í lífeyrissjóð embættismanna, sem þær njóta einskis af, þar sem þær fara næstum æfinlega fljótt frá þessu starfi og án rjetts til borgunar úr sjóðnum. Krafan er svo sanngjörn, að ekki þarf að eyða um þetta orðum. Óska jeg, að frv. verði vísað til 2. umr. Sje ekki ástæðu til þess að vísa því til nefndar.