07.04.1925
Neðri deild: 53. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 772 í B-deild Alþingistíðinda. (161)

1. mál, fjárlög 1926

Jakob Möller:

Hæstv. fjrh. (JÞ) tókst ekki að komast úr þeirri röksemdakreppu, sem hann er nú kominn í. Síðustu orð hans voru á þá leið, að áður en byrjað yrði á framkvæmdum, yrðu menn fyrst að hafa notið um hríð væntanlegrar verðlækkunar, sem kæmi af lækkandi gengi. En bersýnilegt er, að ef nú á að bíða, þá er slept góðu tækifæri, og sje beðið meðan gengið er að hækka, svo og svo lengi, þá gæti svo farið, að kreppan kæmi einmitt á framkvæmdirnar og það lækkandi gengi, sem gera mætti ráð fyrir, að henni fylgdi, og yrði þá að minsta kosti enginn vinningur að biðinni, en ef til vill skaði.