18.03.1925
Neðri deild: 36. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2539 í B-deild Alþingistíðinda. (1634)

74. mál, slysatryggingar

Sigurjón Jónsson:

Það hefir komið fram hjá hv. frsin. (JBald), að skýrslurnar ætti ekki að gefa fyr en eftir á, þar sem ekki væri hægt að gefa þær fyrirfram. Hinsvegar er svo ákveðið, að iðgjöldin skuli greidd fyrirfram, og verði vanskil á, skuli atvinnurekendurnir greiða Slysatryggingunni tvöföld iðgjöld, þau sem vangoldin eru, — og sektir að auki. Þetta held jeg að væri ástæða til að athuga og jafnvel fleira í frv.