04.05.1925
Efri deild: 67. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2592 í B-deild Alþingistíðinda. (1662)

74. mál, slysatryggingar

Frsm. (Eggert Pálsson):

Það er satt, að hv. 2. þm. S.-M. (IP) hafði orð á því við 2. umr., að hann mundi koma með brtt. við þessa umr. En honum hefir samt sem áður láðst að bera það undir nefndina, hvað það væri, sem hann vildi breyta, og þar sem brtt. kemur nú fyrst á fundinum, leiðir af sjálfu sjer, að jeg get ekki skýrt frá afstöðu nefndarinnar til hennar.

Þegar verið var að ræða um þetta atriði í nefndinni, þá varð sú skoðun ofan á, að 1 mánuður ætti að tákna samanhangandi vinnu, og þess vegna fjellu þeir ekki undir tryggingu, er atvinnu þessa stunduðu styttri tíma. Annars veit jeg ekki, hvort nefndin vill stytta þetta, en jeg fyrir mitt leyti vil það ekki, enda sje jeg ekki betur en að það næði þá til allra þeirra, sem skreppa á sjó eða fara kaupstaðarferðir sjóveg, og mundi það því fjölga til muna þeim mönnum, sem fjellu undir tryggingarskylduna.

Þess vegna greiði jeg atkv. móti þessari brtt.