04.05.1925
Efri deild: 67. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2593 í B-deild Alþingistíðinda. (1663)

74. mál, slysatryggingar

Ingvar Pálmason:

Það eru aðeins örfá orð út af því, sem hv. frsm. (EP) sagði. Jeg get ekki sjeð, að gengið sje of langt með brtt. minni, eða út fyrir tilgang frv., því vitanlega hefir hann verið sá, að tryggingarskyldan næði til sem flestra, er áhættuvinnu stunda. Þetta er heldur ekki ósanngjarnara heldur en að hún nái til þeirra manna, sem vinna við skipaafgreiðsu eða fiskvinnu stunda, þar sem aðeins er um tveggja stunda vinnu að ræða á dag, eða jafnvel minna.

Mjer finst brtt. mín stefna aðeins í þá átt að koma þeim öllum undir lögin, sem þessa áhættuvinnu stunda, og þess vegna á hún rjett á sjer.