29.04.1925
Neðri deild: 67. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2638 í B-deild Alþingistíðinda. (1698)

118. mál, herpinótaveiði

Atvinnumálaráðherra (MG):

Mjer kemur það undarlega fyrir, hversu lítið hv. þm. Dala. (BJ) telur friðunarsvæðið á Breiðafirði vera. Jeg sje samt ekki betur en það sje meðal annars allur Gilsfjörður. Þá talaði hann um selveiðina sem margra alda rjett Breiðfirðinga. En er það ekki einnig margra alda rjettur Skagfirðinga að fara út á Skagafjörð og veiða þorsk og síld?

Að því er snertir skjótt afnáni laga, þá man jeg ekki eftir, að lög hafi verið afnumin, áður en þau komu til framkvæmda. Það væri tilsvarandi því að setja prófessor af áður en hann fengi greidd fyrstu launin. Ef hv. þm. Dala. vill fara svo að um síldveiðalínuna á Skagafirði, þá eru honum ærið mislagðar hendur, að því er honum sjálfum segist frá.