29.04.1925
Neðri deild: 67. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2641 í B-deild Alþingistíðinda. (1704)

118. mál, herpinótaveiði

Þórarinn Jónsson:

Jeg fer að verða hugsandi út af því, sem hv. þm. Dala (BJ) sagði um kosningalögin, þótt jeg hinsvegar við þessa umr. verði fremur að drepa á annað. Hann talaði mikið um selaskot og að friðaða svæðið væri svo lítið, að vart borgaði sig að stunda skotin þar. Þá þarf heldur ekki að friða þetta svæði. Þetta er þá bara að gera að gamni sínu. Jeg sje heldur ekki, að það geri málið tortryggilegra, ef því væri vísað til stjórnarinnar, að hún virðist hafa sjerstakan áhuga á því. Það ætti að vera hv. þm. trygging fyrir því, að málið yrði rannsakað vel. Þetta út af fyrir sig er mjög ískyggilegt. Það, sem hv. þm. Ak. (BL) talaði um togstreitu, er mjer kunnugt um, að ekki á við að því er Skagafjörð snertir.