02.04.1925
Neðri deild: 49. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2672 í B-deild Alþingistíðinda. (1736)

99. mál, innheimta gjalda af erlendum fiskiskipum

Fjármálaráðherra (JÞ):

Það eru aðeins örfá orð út af ræðu hv. 2. þm. Rang. (KlJ).

Hann sagði, að óheppilegt væri, að ráðherrar breyttu úrskurðum fyrirrennara sinna. Jeg er alveg á sama máli og myndi ekki hafa farið fram á slíkt hjer, ef mjer hefði ekki fundist bera nauðsyn til. En hinsvegar tel jeg mjer engan veginn skylt að fella annan úrskurð fyrir árið 1923 heldur en þann, er feldur var 1922. Jeg álít heppilegast, að úrskurðir hverrar stjórnar standi óhaggaðir um hennar stjórnartíð.