15.04.1925
Efri deild: 52. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 793 í B-deild Alþingistíðinda. (176)

1. mál, fjárlög 1926

Forsætisráðherra (JM):

Það er ekki til neins fyrir háttv. 5. landsk. (JJ) að segja, að hjer hafi einn einstakur maður átt í hlut; nál. var undirskrifað af 7 mönnum í fjvn. Nd. Þeir gerðu meira en það; þeir breyttu dálítið texta aths. um þennan styrk.

Háttv. þm. sagði í gær, að jeg gæti ekki sannað, að þetta væri áætlunarupphæð. En það er einmitt það, sem jeg hefi gert, alveg ómótmælanlega. Það er ekki til neins fyrir hv. þm. (JJ) að vera að berja höfðinu við steininn. Fyrv. ráðherrar, flokksmenn hv. þm., hafa báðir tveir fylgt þessu svo fram óhikað. En út af þessu var breytt, þegar núverandi stjórn kom til sögunnar. Árás á þessa stjórn er, hvernig sem á er litið, út af þessu hin fáránlegasta.