06.05.1925
Neðri deild: 73. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2727 í B-deild Alþingistíðinda. (1781)

116. mál, gengisskráning og gjaldeyrisverslun

Ágúst Flygenring:

Jeg ætla aðeins að leiðrjetta misnefningu mína á þskj. áðan, þar sem jeg talaði um frv., en hafði fyrir mjer brtt. á þskj. 393. Jeg tel sjálfsagt, að frv. sje samþykt. Vildi taka þetta fram, ef það kynni að hafa valdið misskilningi, sem jeg sagði.

Að stýfa krónuna, sem svo er kallað kemur ekki til mála, nema nefndin sje viss um, að ekki geti hættu af því leitt. Rök munu til fyrir því, að hækkunin hafi gert skaða, þó ekki sje gott að bera þau rök fram hjer. En auðvitað verður gengið, eins og hæstv. fjrh. (JÞ) sagði, að fara eftir því, hvernig hagur landsins er gagnvart útlöndum. Það er auðvitað ekki meiningin fyrir fjhn. till. á þskj. 393 að koma á gengiskyrstöðu, sem dragi taum einstakra manna, heldur er tilætlunin sú, að vernda atvinnuvegina fyrir snöggum óhollum breytingum, ef unt er.