28.04.1925
Efri deild: 62. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 3034 í B-deild Alþingistíðinda. (1886)

50. mál, tollalög

Forsætisráðherra (JM):

Jeg ætla ekki beint að tala um þetta mál. Jeg hafði engin afskifti af því 1921.

Háttv. 5. landsk. (JJ) fór rangt með það, að engin breyting hefði verið gerð á útsölu áfengisverslunarinnar út af sjóðþurð þeirri er þar varð. Báðum aðalmönnunum, sem talið var, að gætu átt sök á sjóðþurðinni, var af mjer tafarlaust vikið frá og mál höfðað á móti þeim báðum og er það ekki enn útkljáð. Og öllu fyrirkomulaginu hefir verið breytt þannig, að landssjóður geti ekki tapað. Held jeg að ekki hafi verið hægt að taka fastari tökum á því máli en gert hefir verið. En málið er óútkljáð og ekki vert að vera að tala um það nú.