23.02.1925
Neðri deild: 14. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 3177 í B-deild Alþingistíðinda. (1934)

60. mál, kosningar til Alþingis

Jón Baldvinsson:

Mjer finst ekki geta komið til mála, að frv. fari nefndarlaust. Þetta var mikið deiluatriði í fyrra, og jeg hugsa, að mönnum sje enn ljósara eftir þær deilur, að ákvæðið í frv. um flutning kjördagsins sje algerlega ófært. En ef til vill mætti samþykkja þá breytingu að skifta hreppum í kjördeildir, þar sem sjerstaklega stendur á. En jeg álít þess fulla þörf, að málið sje gaumgæfilega athugað í nefnd að nýju.