14.04.1925
Neðri deild: 55. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 3192 í B-deild Alþingistíðinda. (1967)

111. mál, útvarp

Flm. (Jakob Möller):

Viðvíkjandi því, er hv. þm. V.-Ísf. (ÁÁ) sagði um væntanlegan gróða þessa fyrirtækis, skal jeg taka það fram, að hjer stendur alveg sjerstaklega á. Það er tæpast hægt að bera það saman við England, — því hvernig eru þau fjelög samsett, sem hafa þetta í höndum þar í landi? Verksmiðjurnar, sem framleiða tækin, eru hluthafar í þessum fjelögum og græða á sölu þeirra samtímis gróðanum af útvarpinu.

Jeg skal ekki andmæla því, að þetta á ekki að vera gróðafyrirtæki, en það má ekki taka fyrir kverkar því í byrjun með of mikilli aðsjálni. Hæstv. atvrh. (MG) hefir einnig tekið fram, að það er stjórnin, sem á að semja gjaldskrá.