04.05.1925
Neðri deild: 71. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 3242 í B-deild Alþingistíðinda. (1998)

111. mál, útvarp

Ásgeir Ásgeirsson:

Það er aðeins athugasemd.

Hv. frsm. (JBald) segir, að ekki sje ástæða til að fara lengra í skattfrelsinu en leyfisbeiðendur fara fram á. En hjer er ekki verið að miða við þeirra hag, heldur almenningshag. Ef um stórgróðafyrirtæki væri að ræða, ætti það vitanlega að greiða skatt. En þetta á ekki að vera neitt gróðafyrirtæki. Brtt. mín segir ótvírætt til um það, ef hún verður samþykt, að Alþingi lítur svo á, að þetta beri eingöngu að reka af áhuga fyrir almenningsheill.

Það nær auðvitað engri átt, að skip eigi að vera skattskyld í öllum löndum, sem þau fá skeyti frá. Það er margt annað þessu líkt að því er skipin snertir, sem þau borga skatt af aðeins í því landi, þá sem þau eru skráð. Og svo mætti gjarnan vera um þetta.