29.04.1925
Efri deild: 63. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 945 í B-deild Alþingistíðinda. (205)

1. mál, fjárlög 1926

Frsm. (Jóhannes Jóhannesson):

Jeg þarf að gera eina stutta aths. Úr því að hv. mentmn. gat ekki komið með tillögu sína fyr en raun er á orðin, þá er það skortur á kurteisi að bera hana fram nú, en geyma hana ekki heldur til 3. umr. Nú hefir hún lýst yfir því, að till. sje tekin aftur. Það má vel vera, að háttv. frsm. mentmn. (SE) hafi rjett fyrir sjer í því, að jeg fari of seint á fætur, en út í það vil jeg ekki fara, þar sem það er einhuga ósk allra, að umr. verði lokið fyrir kl. 7.