13.05.1925
Efri deild: 76. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 3316 í B-deild Alþingistíðinda. (2089)

34. mál, mannanöfn

Sigurður Jónsson:

Frá því fyrsta hefi jeg verið hlyntur þeirri stefnu, sem kemur í ljós í frv. þessu, og það er jeg enn. En ef breyta á frv. hjer, þá eru örlög þess sjeð fyrir á þessu þingi, þar sem hæpið er, að tími vinnist til að taka málið fyrir aftur í hv. Nd. Þess vegna mun jeg greiða atkv. á móti brtt., en með frv. óbreyttu.

Þetta frv. er í fullu samræmi við ísl. tungu að fornu og lengi fram eftir öldum og er fram komið til að bæta málið og koma því í rjett horf og fornt.