08.05.1925
Neðri deild: 75. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 3347 í B-deild Alþingistíðinda. (2123)

81. mál, sáttatilraunir í vinnudeilum

Atvinnumálaráðherra (MG):

Þetta er alt rjett, sem hv. frsm. (JBald) segir. En mjer skilst, að hann hafi ekki athugað nægilega skýrt, að skipun sáttasemjarans er bundin við áramót.

Jeg gleymdi að minnast á brtt. á þskj. 453. Það gæti farið svo, að Búnaðarfjelagið og Fiskifjelagið kæmu sjer ekki saman, og því skilst mjer hyggilegra að hafa einn aðilja, ekki síst þar sem um er að ræða jafnvirðulega og óhlutdræga stofnun og hæstarjett.