09.02.1925
Neðri deild: 2. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 21 í B-deild Alþingistíðinda. (2162)

Stjórnarfrumvörp lögð fram

fjármálaráðherra (JÞ):

Jeg leyfi mjer að leggja fyrir þessa háttv. deild af hálfu fjármálaráðuneytisins þau 8 frv., sem nú skulu talin:

1. Frv. til fjárlaga fyrir árið 1926.

2. — til laga um samþykt á landsreikningnum 1923.

3. Frv. til fjáraukalaga fyrir árið 1923.

4. — til fjáraukalaga fyrir árið 1924.

5. — til laga um innlenda skiftimynt.

6. — til laga um breytingu á og viðauka við lög nr. 74, 27. júní 1921, um tekjuskatt og eignarskatt.

7. — til laga um framlenging á gildi laga nr. 3, 1. apríl 1924, um bráðabirgðaverðtoll á nokkrum vörutegundum.

8. — til laga um breyting á lögum nr. 2, frá 27. mars 1924, um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að innheimta ýmsa tolla og gjöld með 25% gengisviðauka.

Þessum frumvörpum hefir þegar verið útbýtt í þessari háttv. deild, og leyfi jeg mjer að mælast til þess, að hæstv. forseti taki þau til meðferðar samkvæmt því, sem þingsköp mæla fyrir.