11.02.1925
Efri deild: 4. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 13 í C-deild Alþingistíðinda. (2198)

19. mál, skemmtanaskattur og þjóðleikhús

Forsætisráðherra (JM):

Jeg geri ráð fyrir því, að tími verði til þess síðar að tala um þetta atriði, og hirði jeg því ekki að ræða frekar um það nú. Jeg vil aðeins taka það fram, að það, sem hv. 5. landsk. (JJ) sagði um það, var alls ekki rjett eða a. m. k. svo aflagað, að það tæki langan tíma að svara því rækilega, og það mun sýna sig við síðari umræður málsins, að alt, sem hv. þm. (JJ) hefir sagt nú um málið, er gersamlega rakalaust.