11.02.1925
Efri deild: 4. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 44 í C-deild Alþingistíðinda. (2218)

22. mál, sóknargjöld

Forsætisráðherra (JM):

Jeg finn ekki ástæðu til þess að segja mikið út af ræðum hv. 2. landsk. (SJ) og hv. 1. þm. Eyf. (EÁ). Það er rjett, að í tillögum sparnaðarnefndar sumum er um sparnað að ræða fyrir ríkissjóð á þann hátt, að gjaldið er fært að nokkru á annan opinberan gjaldanda, með öðrum orðum tilfærsla. Hjer er þó að ræða um beina aukning á skatti.

Jeg endurtek tilmæli mín um, að frv. verði vísað til 2. umr., og til nefndar.