13.03.1925
Efri deild: 29. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 46 í C-deild Alþingistíðinda. (2224)

22. mál, sóknargjöld

Forsætisráðherra (JM):

Jeg get sætt mig við það, að brtt. verði samþ. Hv. frsm. minnihl. hefir fært rök að því, að ekki sje óvarlegt að samþ. frv. En jeg er þeirrar skoðunar, að vel hefði mátt samþ. það eins og það kom frá sparnaðarnefnd og var lagt hjer fyrir af stjórninni. Úr því skatti þessum eða gjaldi er haldið, þá get jeg ekki sjeð neitt athugavert, að hækka það svo sem farið var fram á í fyrstu. Það eitt er í samræmi við aðra hækkun tolla og skatta, og álagna yfirleitt.

Mótbárurnar á móti nefsköttum, svona alment tekið, eru að mestu slagorð, en hins er ekki gætt, að ýmsir skattar, sem ekkert sjerstakt er haft á móti, eru í rauninni nefskattar eða því sem næst.