13.03.1925
Efri deild: 29. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 56 í C-deild Alþingistíðinda. (2230)

22. mál, sóknargjöld

Frsm. meirihl. (Sigurður Eggerz):

Gagnvart hæstv. forsrh. vil jeg taka fram, að þó að gjald þetta renni í prestlaunasjóðinn, þá veit almenningur, að það fer til þess að launa prestunum, og þá getur aukning frekari gjalda vakið úlfúð gegn þeim. Háttv. frsm. minnihl. (BK) viðurkendi, að skatturinn væri ranglátur, eins og satt er, og þarf því ekki að þrátta lengur um það atriði. Málið er orðið svo skýrt, að það þarf ekkert um það að tala lengur.

Viðvíkjandi því, sem hæstv. forsrh. drap á um sparnaðarframkvæmdir, þá get jeg ekki annað en tekið undir með honum um það, að hv. þingmenn hafa á víxl slátrað flestum þeim sparnaðartillögum, sem fram hafa komið. Svo þessar tilraunir hafa óneitanlega verið hálfgert Sisyfusarverk.