16.03.1925
Neðri deild: 34. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 81 í C-deild Alþingistíðinda. (2246)

15. mál, skipun barnakennara og laun þeirra

Forsætisráðherra (JM):

Hv. 2. þm. Eyf. (BSt) vildi halda því fram, að 6 stunda kensla á dag væri óframkvæmanleg í sveitum, þar sem börnin þyrftu að ganga heim og heiman. Þetta getur vel verið rjett á sumum tímum árs. En tilætlunin er, að 6 stunda kensla á dag sje aðeins hámark. Og ef hægt er að kenna 5 stundir á dag í skammdeginu, þá er engin frágangssök að kenna 6 stundir á dag, þegar komið er fram á útmánuði og dagur er orðinn lengri. Er þetta því engin ástæða gegn frv.