12.02.1925
Efri deild: 5. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 82 í C-deild Alþingistíðinda. (2249)

17. mál, kvennaskólinn í Reykjavík

Sigurður Jónsson:

Jeg bað svona fljótt um orðið sakir þess, að jeg sje, að hv. 6. landsk. (IHB) er ekki á fundi. Sömuleiðis sje jeg, að hv. þm. A.-Húnv. (GÓ) er fjarverandi, en hann mun hafa í hyggju að flytja frv. þess efnis, að ríkið taki einnig að sjer kvennaskólann á Blönduósi. Af þessum ástæðum, sem nú eru greindar, vildi jeg gera það að till. minni, að afgreiðslu þessa máls yrði frestað, þangað til frv. um Blönduósskólann væri komið fram.