23.02.1925
Neðri deild: 14. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 249 í C-deild Alþingistíðinda. (2337)

62. mál, vegalög Norðurlandsvegur

Flm. (Bjarni Jónsson):

Jeg hefi ráðist í að hafa þetta frv. með þessum hætti, sakir þess, að það virðist skylda allra, sem hjer vilja koma einhverju fram, að rífa niður um leið.

Með þeirri breytingu, sem hjer er farið fram á, vinst það, að mestur hluti vegarins verður í bygð, og vildi jeg biðja þá hv. nefnd, sem um þetta fjallar, að athuga, hvort ekki myndi tilvinnandi, þó að vegurinn lengdist dálítið, að fá hann svo fjallvegalausan að kalla.

Aðalatriðið er að fá veginn af Breiðamel til Borðeyrar. Með Vesturlandsveginn er jeg ánægður. Þar vantar ekki á nema lítið eitt, sem jeg veit, að hv. þm. munu umtölulaust veita fje til, þegar þar að kemur.

Óska jeg svo, að frv. þetta gangi til samgöngumálanefndar.