14.03.1925
Neðri deild: 33. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 257 í C-deild Alþingistíðinda. (2346)

62. mál, vegalög Norðurlandsvegur

Frsm. (Sveinn Ólafsson):

Það er aðeins örstutt athugasemd út af orðum hv. þm. N.-Ísf. (JAJ). Jeg man ekki eftir, að þetta nýmæli hans um fylgi í nefndinni við frv. á þskj. 70 hafi komið fram á nefndarfundum. Það hefir þá verið í lágum hljóðum. talað og engar umræður vakið.

Nú lít jeg að vísu svo á, að Umræðurnar um þetta mál sjeu meira til gamans orðnar en nauðsynja. Jeg a. m. k. skil hv. þm. Dala. svo, að hann sje vonlaus um framgang málsins, en vilji aðeins skemta okkur með fyndni sinni, núna í vikulokin. Mjer hefir jafnvel skilist, að honum væri ekkert sjerstakt kappsmál Um þetta frv., heldur hefði hann gaman af að glingra við okkur og senda okkur tóninn. En nú er hv. þm. víst „dauður“, og jeg býst við, að hann álíti því hjeðan af skyldu sína að þegja, En ef hann skyldi finna upp á því, að ganga aftur, vildi jeg leyfa mjer að biðja hæstv. forseta að láta hann ekki ríða hjer görðum og grindum fram í fundarlok.

Annars kemur mjer í hug, ef nokkur alvara liggur á bak við þessa tillögu hv. þm. Dala., um að fá fá veg lagðan vestur í Dali, að hv. þm. (BJ) þætti þægilegt að hafa hann, ef hann þyrfti að skreppa skjótlega vestur þangað til þess að skakka leikinn hjá hreppstjórum og oddvitum, sem væru á skaflajárnuðum gæðingum að reka hreppakerlingar af höndum sjer, eins og þm. upplýsti um í gær, að ekki væri ótítt í sveitum þar. Þetta væru þá auðvitað nokkur meðmæli með vegarlagningunni!

Að öðru leyti skal jeg ekki eyða tíma í þessar þýðingarlitlu umræður.