07.04.1925
Efri deild: 49. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 388 í C-deild Alþingistíðinda. (2440)

82. mál, sala á hluta af kaupstaðarlóð Vestmannaeyjabæjar

Atvinnumálaráðhema (MG):

Hv. frsm. meirihl. (IP) segir, að jeg hafi nefnt upphæð, sem jeg teldi rýmilegt verð fyrir Eyjarnar, en hv. 5. landsk. (JJ) sagði, að jeg hefði gert tilboð um sölu fyrir 250 þús. Það var þessi staðhæfing hv. 5. landsk. (JJ), sem jeg vildi mótmæla, og hefir nú hv. frsm. (IP) gengið á móti honum í vitnaleiðslunni, sem og eðlilegt er, þar sem hann fór með rangt mál, eins og stundum vill við brenna.