14.04.1925
Efri deild: 51. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 391 í C-deild Alþingistíðinda. (2445)

82. mál, sala á hluta af kaupstaðarlóð Vestmannaeyjabæjar

Sigurður Eggerz:

Eins og hv. 1. þm. Eyf. (EÁ) sagði, er með till. þessari fengin trygging fyrir því, að máli þessu verði eigi slept úr höndum Alþingis. En hinsvegar er hjer, að mínu áliti, verið að stofna til allmikils kostnaðar, sem komast mætti hjá. Það mun óhætt að gera ráð fyrir, að hæstirjettur velji eigi nema ágæta og samviskusama menn til mats þessa, og sú rannsókn hlyti að taka langan tíma og kosta ærið fje. Úr því að fasteignamatið er fyrir hendi, ætti að vera hægt fyrir Alþingi að taka ákvörðun um málið með hliðsjón af þeim upplýsingum, sem stjórnin ætti að geta látið í tje. En enda þótt mjer virðist hjer um óþarfa tilkostnað að ræða, mun jeg þó fylgja till. þessari, þar sem hún tryggir fullkomlega úrskurðarrjett Alþingis um mál þetta.