14.03.1925
Neðri deild: 33. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 574 í C-deild Alþingistíðinda. (2549)

96. mál, hvalveiðar

Tryggvi þórhallsson:

Það er aðeins örstutt athugasemd. Jeg veit, að sumir líta svo á, að samkvæmt lagabókstafnum eigi hrefnan að vera friðuð, en í reyndinni hefir hitt orðið ofan á, og er hefð komin á það. Get jeg vel tekið í spaugi því, er hv. 1. þm. S.-M. (SvÓ) sagði, að þetta sje hættulegur atvinnuvegur og lítils virði, bát hvolfdi í eitt skifti, en 2 hrefnur veiðist á ári, þegar best lætur. Jeg efa ekki, að reynslan hafi orðið þessi eystra. En norður í Steingrímsfirði hefir útkoman orðið öll önnur.