14.03.1925
Neðri deild: 33. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 574 í C-deild Alþingistíðinda. (2550)

96. mál, hvalveiðar

Jón Auðunn Jónsson:

það eru aðeins örfá orð. það er satt, að orðalagið í 1. gr. 1. nr. 44, 13. nóv. 1903, er ógreinilegt, en þó þarf engum að blandast hugur um, að þar hlýtur að vera átt við hrefnu í undantekningu um smáhveli. — Með leyfi hæstv. forseta vil jeg lesa upphaf nefndrar greinar:

„Allir hvalir, nema tannhvalir og smáhveli ....“ En hrefnan er einmitt skíðishvalur. Það hlýtur því að vera hjer átt við hrefnu, því að það er ekkert smáhveli til með skíði, nema hrefna.