03.04.1925
Neðri deild: 50. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 594 í C-deild Alþingistíðinda. (2571)

96. mál, hvalveiðar

Frsm. meirihl. (Ásgeir Ásgeirsson):

Enda þótt brtt. kæmi ekki fram við síðustu umr. þessa máls, var komin fram uppástunga á þessa leið í umræðunum sjálfum. Jeg álít ekki, að neinir þm. þurfi að óttast tillöguna, og svo framarlega sem heimildin er notuð í nokkurri sýslu, er það af því, að meirihlutinn óskar þess. Hv. þm. N.-Ísf. (JAJ) og hv. þm. Str. (TrÞ) þurfa því ekki að óttast um sínar sýslur, þar sem friðun kemur vart til greina nema á mjóum fjörðum, eins og t d. Austfjörðum og Eyjafirði, en síst á Djúpinu eða Húnaflóa. Jeg sje því ekki ástæðu til að taka málið af dagskrá. Tillagan er ekki óþörf, heldur til þess að gera alla ánægða, bæði þá, sem vilja friða hrefnuna, og eins hina, sem eru á móti því.