20.04.1925
Efri deild: 56. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 611 í C-deild Alþingistíðinda. (2581)

96. mál, hvalveiðar

Sigurður Eggerz:

Það er altaf mikið unnið við það í hverju máli, sem talið er mikils virði, að gefinn sje svo mikill frestur í því, að mönnum vinnist tími til að afla sjér þeirrar þekkingar, sem þarf til að rökstyðja atkvæði sitt. Og ef hv. þm. (IP) treystir málstað sínum, þá getur hann gert það. En jeg er ákveð inn í því að vísa málinu ekki nú þegar til stjórnarinnar. Hvað jeg kann að gera síðar, fer auðvitað eftir þeim upplýsingum, sem jeg kann að fá.