07.05.1925
Neðri deild: 74. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 627 í C-deild Alþingistíðinda. (2605)

110. mál, aðflutningsbann á heyi

Atvinnumálaráðherra (MG):

Jeg er hræddur um það, að þessi lagaheimild, sem hjer er átt við, eigi við sýkingarhættu fyrir menn, en ekki dýr. Að vísu kvað það hafa komið fyrir, að menn hafi sýkst af þessari veiki, munn- og klaufsýki, en það er þó víst heldur sjaldgæft. (MJ: Hvernig ætli hún lýsi sjer í klaufunum á þeim?) Því getur hv. frsm. (PÞ) sjálfsagt best svarað, en jeg verð að segja, að jeg hefi gaman af að heyra, hvernig hv. flm. frv. taka þessari merkilegu dagskrá hv. landbn.