07.05.1925
Neðri deild: 74. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 632 í C-deild Alþingistíðinda. (2614)

110. mál, aðflutningsbann á heyi

Forseti (BSv):

Mjer hefir verið afhent rökstudd dagskrá frá hv. þm. Borgf. (PO), sem er öldungis samhljóða dagskrá hv. frsm. (PÞ), sem hann hefir nú tekið aftur, að því frátöldu, að brtt. hv. þm. Borgf. (PO) er þar tekin upp. Dagskráin hljóðar svo:

Með skírskotun til heimildar í lögum nr. 8, 18. maí 1920, skorar deildin á stjórnina að banna innflutning heys og annars varnings, sem sýkingarhætta munn- og klaufsýki getur stafað af, og að undirbúa fyrir næsta þing, í samráði við dýralækna landsins, löggjöf til varnar slíkri hættu framvegis, og tekur fyrir næsta mál á dagskrá.

Þessi dagskrá er þá jafnframt til umræðu.