14.03.1925
Neðri deild: 33. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 653 í C-deild Alþingistíðinda. (2646)

54. mál, vegalög Vesturlandsvegur

Jón Auðunn Jónsson:

Það eru alveg sjerstakar ástæður, sem til þess liggja, að farið er fram á þá breytingu, er í frv. felst. Hjer er alls ekki um innansveitarveg að ræða, heldur um veg á milli hjeraða, og slíkir vegir hafa alstaðar verið teknir í þjóðvega tölu, nema hjer. Þar að auki er vegur þessi mjög fjölfarinn. En eins og hv. 2. þm. Rang. (KIJ) hefir þegar sagt, kom samgmn. sjer saman um að leggja á móti öllum frv. En hinsvegar er jeg sannfærður um það, eins og hv. þm. A.-Sk. (ÞorlJ) sagði um sitt frv., að þetta frv. gengur aftur á hverju þingi, uns það verður samþykt. En þrátt fyrir það tek jeg frv. aftur að þessu sinni.