14.03.1925
Neðri deild: 33. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 655 í C-deild Alþingistíðinda. (2651)

58. mál, vegalög Skeiðabraut

Jörundur Brynjólfsson:

Jeg skal ekki tefja umræðumar. Jeg get að mestu skírskotað til þess, sem aðrir flm. hafa sagt hjer um þessi frv.; einkum til ræðu hv. 2. þm. Rang. (KIJ), að við myndum ekki hafa borið þetta frv. fram, ef ekki hefðu verið komin fram fleiri frv. í þessa átt, sem áttu síst meiri rjett á sjer en þetta.

Jeg mun ekki nú víkja að þeim ummælum vegamálastjóra, sem standa í nál., að síst sje ástæða til að ljetta viðhaldi vega af Árnessýslu meira en búið er. Jeg mun tala um það síðar, er fjárlögin koma til umræðu. En hitt er flestum kunnugt, að landslagi í Árnessýslu er svo háttað, að góðir vegir eru þar ekki til, öðruvísi en bygðir. Nú stendur til að leggja veg um neðanverða sýsluna, sem búist er við að kosti 180 þús. krónur. Aðrir vegir, sem þegar eru lagðir, hafa verið mjög dýrir, og ekki síður viðhald þeirra. En að þessu mun jeg víkja síðar.

En jeg get þegar lýst yfir því, að í samráði við hv. meðflm. minn (MT) tek jeg frv. aftur.