12.02.1925
Efri deild: 5. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 898 í C-deild Alþingistíðinda. (2738)

18. mál, fjöldi kenslustunda fastra kennara við ríkisskólana

Jónas Jónsson:

Jeg vildi skjóta því að hæstv. forsrh., að aðalstarf allra forstöðumanna, t. d. heimavistaskólanna, er fólgið í því, að stjórna skólunum, og öll slík vinna getur verið tímafrek. Það er skiljanlegt, þó að hæstv. forsrh. geri sjer ekki grein fyrir þessu; hann hefir aldrei verið kennari, og því ókunnugur því margþætta starfi, sem skólastjórar heimavistaskólanna þurfa að inna af höndum. Þessvegna vil jeg ráðleggja honum að leita frekari upplýsinga í þessu efni, t. d. til hv. 6. landsk. (IHB).