27.03.1925
Efri deild: 40. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 916 í C-deild Alþingistíðinda. (2751)

18. mál, fjöldi kenslustunda fastra kennara við ríkisskólana

Jónas Jónsson:

Í nál. er sagt um kennarann í kennaraskólanum, sem samkv. skólaskýrslu kennir 24 st. á viku, að hann leiðrjetti auk þess heima 70–80 stíla, sem skoðist 3 st. kensla, enda kemur það skýrt fram, að skólinn reiknar þetta svo.

Þá held jeg, að hæstv. forsrh. hafi farið fulllangt, er hann sagðist skoða það sem loforð um hækkun launa allra embættismanna ríkisins, þó því sje haldið fram, að kennarar hafi of lág laun. Um það má deila, hvort borgi sig, að auka á annir þeirra og hækka þá jafnframt laun þeirra, ef það dregur þann dilk á eftir sjer, að hækka verði laun allra starfsmanna ríkisins. Jeg mótmæli a. m. k. algerlega, að þannig megi skilja mína afstöðu.