02.04.1925
Efri deild: 45. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 920 í C-deild Alþingistíðinda. (2758)

18. mál, fjöldi kenslustunda fastra kennara við ríkisskólana

Jónas Jónsson:

Brtt. hv. þm. Seyðf. er eðlileg afleiðing af gerðum nefndarinnar. Við komumst að þeirri niðurstöðu, að það væri vel hugsanlegt, að fjölga kenslustundum eitthvað, en að kennarar væru yfirleitt svo illa launaðir, að það væri ekki sanngjarnt að gera það nú. Að þessu leyti vil jeg styðja brtt. En jeg skal bæta því við, að þótt jeg viðurkenni, að kennarar sjeu illa launaðir, þá sje jeg mjer ekki fært að hækka laun allra starfsmanna ríkisins, og tel mig að því leyti ekki bundinn af atkvæði mínu um þetta mál.