14.05.1925
Efri deild: 78. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 954 í C-deild Alþingistíðinda. (2794)

35. mál, löggiltir endurskoðendur

Forseti (HSteins):

Það stendur svo á um þau mál bæði, sem eftir standa á dagskrá, sem sje frv. til laga um löggilta endurskoðendur, og tillögu til þingsályktunar um verndun frægra sögustaða, að leyfa verður afbrigði frá þingsköpum til þess að þau megi koma fyrir fundinn. Hæstv. stjórn hefir leyft afbrigðin fyrir sitt leyti, og vil jeg þá spyrja hv. deild, hvort hún leyfi afbrigði fyrir bæði þessi mál.