06.03.1925
Neðri deild: 27. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 999 í C-deild Alþingistíðinda. (2831)

37. mál, bæjarstjórn í Hafnarfirði

Atvinnumálaráðherra (MG):

Mjer skilst, að hjer sje um það deilt, hvort fella eigi frv. þetta nú þegar, eða láta það ganga áfram til Ed. Jeg sje ekki annað en óhætt muni vera að lofa því að halda áfram, því að ennþá á það eftir að ganga gegnum efri deild, og verður vitanlega felt þar, ef ákveðið verður að vísa öllum þessum málum til milliþinganefndar. En jeg tel það mjög harkalegt gagnvart flm., að fella það nú þegar, enda verður því ekki neitað, að sanngirni mælir með því, meðan útsvarslöggjöf Reykjavíkur er ekki breytt.