06.03.1925
Neðri deild: 27. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1000 í C-deild Alþingistíðinda. (2833)

37. mál, bæjarstjórn í Hafnarfirði

Hákon Kristófersson:

Aðeins örfá orð, út af ummælum háttv. 3. þm. Reykv. (JakM). Háttv. þm. sagði, að sjer ljeki grunur á, eftir framkomu minni í þessu máli, að jeg væri þar ekki einlægur. En jeg hefi lýst afstöðu minni í því, bæði gagnvart sveitum og kaupstöðum. En hafi háttv. þm. (JakM) ástæðu til að ætla mjer, að jeg meini annað en jeg segi og geri, þá skora jeg á hann að nefna dæmi, eitt einasta dæmi, sem sýni, að jeg hafi vilt á mjer heimildir.

Annars skal jeg geta þess, að fyrir þinginu liggur frv. um breyting á sveitarstjórnarlögunum. Og því get jeg lýst yfir, sem jeg hefi lýst yfir áður, að jeg mun vinna að því og styðja að því á allan hátt, að fullkomið samræmi komist á milli sveita og bæjarfjelaga í þessu útsvarsskyldumáli.