02.03.1925
Neðri deild: 23. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1015 í C-deild Alþingistíðinda. (2862)

69. mál, sala á koksi eftir máli

Flm. (Magnús Jónsson):

Jeg þarf ekki að fara mörgum orðum um frv. þetta. Jeg vona, að hv. þdm. hafi lesið greinargerðina og sjeð, hvað fyrir mjer vakir. Ýmsir menn hafa talað við mig um þetta mál og sagt, að það þyrfti að veita heimilum vernd gegn því, að fá kol, sem hafa verið látin liggja úti undir snjó og regni. Það er ekki dæmalaust, að þegar kolum hefir verið ekið heim, hefir runnið svo mikið úr þeim, að alt geymslugólfið hefir verið undir vatni, og það kalla jeg dýr vatnskaup, þegar tekið er tillit til kolaverðsins. Ýmsar verslanir geyma kol sín í húsi, og er misrjetti milli þeirra, sem með kol versla. Vandkvæði eru engin, þegar um er að ræða að selja kol í smásölu. Fer vel á því, að nærri lætur að 1 hl. sje skpd., og því ekki vont að átta sig á verði. Þótti mjer rjett að taka fram í frv. þetta, ef kaupandinn óskar að fá kol eftir þyngd. Annars ætla jeg ekki að orðlengja þetta að svo komnu, en vil óska, að málinu verði vísað til 2. umr. og hv. allshn.