02.05.1925
Neðri deild: 70. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1017 í C-deild Alþingistíðinda. (2868)

69. mál, sala á koksi eftir máli

Jón Kjartansson:

Þar sem hv. frsm. er ekki við, ætla jeg að gefa upplýsingar um, af hverju nefndin fór þessa leið. Nefndin lítur svo á, að oft, þegar um smærri kaup er að ræða, sje óhagstætt fyrir kaupendur að kolin sjeu mæld, eða ef keypt er í stærri stíl, sjeu kolin verri. En það mun ekki vera ætlunin með frv., að spilla fyrir kaupendum. Hitt kom til tals í nefndinni, að breyta frv. eins og hv. flm. (MJ) vill nú gera, og býst jeg við, að jeg fyrir mitt leyti greiði þeirri tillögu atkvæði mitt.