11.05.1925
Neðri deild: 77. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1120 í B-deild Alþingistíðinda. (288)

1. mál, fjárlög 1926

Sveinn Ólafsson:

Það er aðeins stutt svar til hv. 3. þm. Reykv. (JakM). Jeg vil benda honum á það, að það var ekki af því að mjer yrði neitt mikið um það, að þessi till. kom fram, að jeg kom með mína till., heldur af því, að það var búið að gefa í skyn af háttv. frsm. síðari kafla fjárlagafrv. (TrÞ), að nefndin mundi snúast á móti till. í heild sinni; þess vegna var það síðasta tilraun til að bjarga málinu, sem jeg gerði með skriflegu till. Jeg bjóst við því, að með henni mætti ef til vildi fá menn til þess að safnast um þessa lægri till., sem er í samræmi við það, sem báðar fjhn. höfðu komið sjer saman um. En þar sem lítur út fyrir, að ágreiningur verði um breytingarnar, sje jeg ekki annað vænna en að hverfa að till. hæstv. fjrh., að fella niður seinni lið aðaltill., og þá mundi jeg taka aftur seinni lið minnar brtt. Þá mundi upphæðin fengin og stjórnin hefði hana til frjálsra umráða og skifta milli þeirra lægst launuðu.