11.05.1925
Neðri deild: 77. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1121 í B-deild Alþingistíðinda. (291)

1. mál, fjárlög 1926

Frsm. fyrri kafla (Þórarinn Jónsson) Það eru aðeins fá orð, sem jeg vil ekki, að krefji neinna andsvara. Jeg hafði gleymt að minnast á brtt. á þskj. 504, frá háttv. 2. þm. Reykv. (JBald), við 12. gr. frv., viðvíkjandi eftirgjöf á verðtolli til sjúkrahússins á Ísafirði. Jeg vil aðeins minna á það fyrir hönd fjvn., að fjárbeiðni þessi lá fyrir nefndinni, og vísaði hún henni frá sjer sökum þess, að alls engar upplýsingar fylgdu þar með. Taldi fjvn. rjett, að fjhn. fjallaði um þetta, ef það yrði annars gert.

Í öðru lagi vil jeg beina því til hæstv. atvrh. (MG), í tilefni af væntanlegum samningum við Stóra norræna ritsímafjelagið, þar sem mjer virðist hann vera ófús á að hafa einkafund með þingmönnum út af því máli, að ef till. fjvn. verður samþykt og af því að annir eru nú miklar, þá má þó vel haga því svo, að engu sje slept niður fyrir þinginu með því að boða fundinn kl. 8 eða 7% að morgni.