11.03.1925
Neðri deild: 30. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1058 í C-deild Alþingistíðinda. (2911)

88. mál, fátækralög

Flm. (Jón Baldvinsson):

Hæstv. atvrh. (MG) var miklu sanngjarnari nú en í fyrri ræðu sinni, enda fjekk jeg hann nú til að lesa frv. og skilja það. En maður, sem á að hafa atvinnu sjer og sínum til lífsviðurværis, getur ekki unnið „gratís“, og er þessvegna athugasemd hæstv. ráðh. (MG) út í loftið. Nú kom hann aftur með það, sem hann sagði í fyrra, að vísa mönnum til Ameríku. Jeg get svarað því nú eins og þá, að það sje kanske hans vilji, að láta sem flesta fara til Ameríku. Ef svo er, að honum þyki það vanta í frv., þá getur hann komið með brtt. um það. (Atvrh. MG: Þetta er útúrsnúningur, sem ekki er sæmandi hv. þm.!) Jeg tók það fram, að jeg væri fús til að gera ýmsar breytingar á frv., en hinsvegar hefi jeg ekki getað fallist á ýmsar athugasemdir, sem hæstv. ráðh. (MG) og fleiri hv. þm. hafa verið að gera um þetta frv., meira og minna út í bláinn.