21.02.1925
Neðri deild: 13. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 15 í D-deild Alþingistíðinda. (3063)

36. mál, Danir krafðir um forngripi

Tryggvi Þórhallsson:

Jeg tel óþarft að fara mikið fleiri orðum um till. en hv. aðalflutningsmaður (BJ) hefir gert. Hann hefir talað fyrir þessu máli mjög vel, og er jeg honum þakklátur fyrir hin mörgu og merkilegu gögn, sem hann hefir lagt fram. En jeg vildi leyfa mjer að vekja máls á öðru, sem að vísu heyrir ekki undir þetta mál, en er þó náskylt.

Á síðasta þingi var afgreidd þingsályktunartillaga um endurheimt íslenskra skjala úr dönskum söfnum, og var stjórninni falið að annast málið. Vil jeg nú leyfa mjer að spyrja hæstv. forsrh. (JM), hver árangur hefir af þessu orðið. Tel jeg skyldu mína að krefjast vitneskju um, hvernig tekist hefir í þessu máli.

Það var Alþingi 1907, sem fyrst bar fram kröfu í þessa átt, svo segja má, þó öll sanngirni sje viðhöfð, að biðin sje orðin nokkuð löng.