21.02.1925
Neðri deild: 13. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 16 í D-deild Alþingistíðinda. (3064)

36. mál, Danir krafðir um forngripi

Forsætisráðherra (JM):

Jeg hefi ekkert á móti því, að minst sje á þetta mál um leið, því að það er hinu skýlt. En af því er það að segja, að lögjafnaðarnefndin tók það til umræðu á fundi sínum í sumar er leið, eftir tilhlutun minni. Mun nefndin taka málið til meðferðar á næsta fundi sínum, og er þá ráð fyrir því gert, að hún fái sjerfróða menn sjer til aðstoðar. Jeg hygg, að ekki sje hægt að saka núverandi stjórn um neitt tómlæti í málinu. Vona jeg eftir góðum árangri af þeim ráðstöfunum, er þegar eru gerðar í þessu efni.