21.02.1925
Neðri deild: 13. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 16 í D-deild Alþingistíðinda. (3065)

36. mál, Danir krafðir um forngripi

Tryggvi Þórhallsson:

Jeg get þakkað hæstv. forsrh. (JM) svarið. Læt mjer það nægja í bili. En mjer virðist, að ekki hafi verið annað gert í málinu en að ráðgera að senda mann til Kaupmannahafnar til rannsókna.

Jeg verð að segja, að þetta þykir mjer alt of mikill seinagangur.

Árið 1907 fól Hannes Hafstein dr. Jóni Þorkelssyni að rannsaka þetta mál, og skrifaði þá dr. Jón um það mjög merkilega skýrslu. Síðan hefir lítið verið gert, en svo má ekki vera lengur. Úr þessu verður eitthvað að fara að ganga í málinu.